Framkvæmdastjóri
María er eigandi, meðstofnandi og hugmyndasmiðurinn af Nanna Lín. María er með bakkalárgráðu í auðlindalíftækni frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í lífverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur fjölbreytta reynslu af rannsóknum, meðal annars á roði og hefur leitt verkefnið frá upphafi. María hefur lengi haft ómældan áhuga á vísindastarfi, hliðarafurðum og fullnýtingu afurða. Frítími Maríu fer yfirleitt í eitthvað skapandi og oft úr endurunnum efnum.
Vélfræðingur
Leonard er eigandi og meðstofnandi Nanna Lín. Hann er menntaður vélstjóri frá Verkmenntaskólanum á Akureyru og vélfræðingur STCW III/2. Leonard hefur áralanga reynslu úr raforku-geiranum og sem vélstjóri á sjó. Hann hefur m.a. unnið við uppsetningu og smíði vélbúnaðar. Leonard sér um tæknilegar útfærslur og hönnun og smíði þess vélbúnaðar sem þarf innan Nanna Lín. Leonard er mikill bílaáhugamaður og nýtist sú reynsla einstaklega vel innan fyrirtækisins.
Upplýsingatæknistjóri
Lilja er með bakkalárgráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í umhverfislíffræði og auðlindastjórnun frá Swansea University í Wales. Hlutverk Lilju er meðal annars að framkvæma tilraunir, alþjóðlegar styrkumsóknir og gerð kynningarefnis. Áður en Lilja hóf störf hjá Nanna Lín vann hún við verkefnastjórnun, nýsköpun og rannsóknartengd verkefni. Hennar helstu áhugamál eru siglingar, útivist og heitapottar.
Rannsókna- og þróunarstrjóri
Ólöf er með bakkalárgráðu í líftækni frá Háskólanum á Akureyri og er sjúkraliði. Ólöf skipuleggur og framkvæmir flestar tilraunir innan teymisins og tekur stóran þátt í vöruþróun og stefnumótun. Áður starfaði Ólöf á Sjúkrahúsinu á Akureyri en hefur nú snúið sér að vísindunum. Ólöf hefur mikinn áhuga á tísku og sú reynsla nýtist afar vel innan Nanna Lín.