Fréttir
Nanna Lín leður á týskusýningu
Sigrún Björk Ólafsdóttir, SigrúnDesign, hannaði glæsilegan jakka sem var sýndur á House of iKons í tískuvikunni í London laugardaginn 14. september 2024. Sigrún notaði Nanna Lín leður prufur ásamt hefðbundnu sútuðu laxaleðri í "Fiskikónginn". Lilja var fulltrúi Nannu Lín teymisins í London. Ljósmyndir: Mariana MA.
Iceland Innovation Week
Hluti af Nanna Lín teyminu mætti á Iceland Innovation week um miðjan maí 2024 og sóttum við kynningar um hin ýmsu málefni tengd nýsköpun. Okkur var boðið að vera með kynningar bás í samstarfi við Hringrásarklasann, átak á vegum Umhverfisstofnunar. Þá fengum við einnig að vera með kynningarbás í Sjávarklasanum þar sem margir aðilar tengdir sjávarútveginum komu við að spjalla.
Fjárfestahátíð Norðanáttar 2024
Nanna Lín var á meðal þeirra níu nýsköpunarfyrirtækja sem tóku þátt á Fjárfestahátíðinni á Siglufirði 20. mars 2024.
Teymið fékk einstakt tækifæri til að hitta nýja tengiliði og mynda tengsl við fjárfesta, aðra frumkvöðla og fleiri sem starfa í frumkvöðla umhverfinu.
María Dís Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Nanna Lín, kynnti verkefnið í borð um bát inni á Síldarminjasafninu fyrir fullum sal fjárfesta, ráðherra og annarra lykilaðila í nýsköpunarheiminum.
Árshátíð teymisins 2024
Tvö ár eru liðin síðan Nanna Lín var stofnað og því var komin tími á árshátið númer tvö, sem haldin var í byrjun mars 2024. Að þessu sinni vorum við fjögur mætt og skelltum okkur út að borða og í Skylagoon. Takk fyrir samveruna og hlökkum til næsta árs.
Nýjir samstarfsaðilar
Gengið hefur verið frá samstarfssamningum við bæði veitingahúsið Rub23 og fiskvinnsluna Hnýfil ehf. Bæði fyrirtæki eru stödd á Akureyri, fá sinn lax úr landeldinu Silfurstjarnan í Öxarfirði. Laxaroð sem fellur til er safnað fyrir Nanna Lín teymið til notkunar í tilraunir. Með þessu samstarfi minnkar úrgangur.
Nýr starfsmaður
Lilja Gísladóttir hefur verið ráðin til Nanna Lín sem þróunar- og rannsóknastjóri frá og með 1 nóvember 2023. Lilja er sjávarútvegsfræðingur og með meistaragráðu í umhverfisfræði. Hún hefur víðtæka reynslu af þróunar- og nýsköpunarverkefnum og af ýmsum fjölbreyttum störfum í sjávarútveginum. Lilja hefur fylgst vel með Nanna Lín frá upphafi og dýrmæt viðbót í teymið.
Proof of concept
Síðla sumars 2023 kom loksins að því að fyrsti leður búturinn fór í gegnum allt endurmótunarferlið og sútunarferlið. Næstu skref eru að fínstilla ferlið svo leðrið verði sterkara og sveigjanlegra. Áferðin kom skemmtilega á óvart en hún er keimlík hefðbundnu leðri. Teymið er í skýjunum yfir þessum góða árangri.
Fyrirtækjasmiðja
Nanna Lín fékk styrk frá Atvinnumálum Kvenna til gerð á viðskiptaáætlun í Maí 2023. Í heildina barst sjónum 253 umsóknir frá verkefnum leiddum af konum, en 31 verkefni fékk styrk. Þær sem fengu styrk til gerð viðskiptaáætlunar var boðin þátttaka í tveggja vikna fyrirtækjasmiðju sem fór fram fyrir úthlutun. Smiðjan endaði á lyfturæðu keppni og var á heildina litið mjög góður undirbúningur fyrir komandi vinnu í viðskiptahluta Nanna Lín.
Vaxtarrými
Nanna Lín tók þátt í viðskiptahraðlinum Vaxtarrými 2022, frá 4 október - 26 nóvember. Vaxtarrými er framhald af Norðansprota keppninni og því einnig með þemað matur, orka og vatn. Á meðan hraðlinum stóð bauðst teymum að sitja vinnustofur, fá ráðgjöf mentora, fræðslufundi og fleira. Það var Norðanátt sem stóð fyrir hraðlinum og tóku 9 teymi þátt. Mynd er fengin frá Norðanátt, teymin Nanna Lín og Pelliscol deila ráðum sínum.
Norðansprotinn
Nanna Lín vann hugmyndasamkeppnina Norðansprotinn sem fór fram þann 20 maí 2022. Þegar keppnin fór fram var verkefnið þó kallað Roðleður. Þema keppninnar var matur, orka og vatn. Upprunalega voru 13 teymi skráð til leiks en 6 þeirra var boðið í úrslit og að halda lyftu kynningu fyrir dómnefnd. Úrslitin fóru fram í Háskólanum á Akureyri, en það er Norðanátt ásamt dyggum bakhjörlum sem stóð fyrir keppninni.