Nanna Lín leður
Nanna Lín leðrið er frábrugðið öðru fiskileðri á þann hátt að það er endurmótað yfir í breiður áður en það er sútað. En þannig fæst leður í metravís. Leðrið er úr laxaroði og er sútað með trjáberki, en slík sútun var algeng áður en ónáttúruleg efni komu til sögunnar. Framleiðsla á Nanna Lín er ekki hafin en vöruþróun miðar vel áfram.
Markmið
Okkar markmið er að bjóða framleiðendum upp á slitsterkt og umhverfisvænt leður í metravís. Með því að vinna með stærri fleti af leðri má auka hagkvæmni í framleiðslu og minnka sóun sem fylgir afklippum. Einnig getur Nanna Lín leyst plastblandaðan textíl af hólmi og spornað gegn "fast fashion". Hægt verður að fá mismunandi þykktir og liti.
Nanna Lín nafnið
Fáar sögur fara af goðinu okkar Nönnu og ber þeim ekki öllum saman. Þó sammælast frásagnirnar um eitt. Þegar Nanna sendi Frigg, tengdamóður sinni, gjöf var það ripti (lín) af bestu gerð. Gjafir Nönnu voru fleiri en ávalt er skýrt tekið fram hve vandað riptið var. Frigg er sögð gyðja fjölskyldu og heimilis en Nanna gyðja hafsins. Því má líta á Nanna Lín vöruna sem gjöf frá hafinu til okkar allra.